Nýskráning viðskiptavina sem eru með aðild að rammasamningi Ríkiskaupa

Nýr rammasamningur um skrifstofuvörur tók gildi þann 24.11.2017. Hann gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Skrifstofuvörur ehf. er eitt þriggja fyrirtækja sem Ríkiskaup sömdu við. 

Að nýskrá sig og klára fyrstu pöntun

Margir eru óvanir að kaupa vörur í vefverslunum, hér er stutt leiðbeining um hvernig þú þarft að bera þig að á þessari vefverslun.

 Smelltu á "kallinn" (lengst uppi til hægri) og svo Stofna reikning

 

 

Þá birtist skráningarformið sem þú fyllir út. ATH að kennitalan sem beðið er um er ekki þín heldur kennitala fyrirtækis eða stofnunar, nafn fyrirtækis eða stofnunar er sett inn seinna í kaupferlinu.

Mundu að skrá hjá þér lykilorðið sem þú velur og smelltu svo á Staðfesta hnappinn:

 

 

Þá birtist eftirfarandi:

 

 

og þú færð tölvupóst um staðfestingu á skráningunni:

 


 

 

Við fáum einnig tilkynningu um skráninguna og setjum þig í sérstakan viðskiptavinaflokk til að virkja afslátt samkvæmt rammasamningnum. Þegar við erum búin að því þá birtast vörurnar með listaverði (yfirstrikað) og rammasamningsverði: 

 

 

Nú getur þú haldið áfram að skoða vörur og setja í körfu, þegar þú ert tilbúin að ljúka við pöntunina þína þá smellir þú á innkaupakörfuna og síða á Ljúka pöntun hnappinn.

 

Þá birtist formið þar sem þú skráir inn heimilisfang, nafn fyrirtækis / stofnunar ofl. og smellir svo á Halda áfram og velja afhendingu:

 Þú velur þann afhendingarmáta sem hentar þér og smellir á Halda áfram.

Nú þarfti að velja greiðslumáta og velur "Samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa"

Að síðustu smellir þú á Staðfesta pöntun og þá hefur þú lokið við fyrstu pöntunina þína. Í framhaldinu færðu staðfestingarpóst frá okkur.

Næst tökum við pöntunina þína saman og látum þig vita þegar hún er tilbúin til afhendingar hjá okkur eða hvenær við sendum hana til þín.

Ef þú ert óörugg(ur) á þessu ferli þá endilega hringdu til okkar og við lóðsum þig í gegnum ferlið.