Prenthylki fyrir HP prentara
Þetta virkar í prentarann þinn:
Þegar þú kaupir prenthylki hjá Skrifstofuvörum þá getur þú oftast valið um original HP hylki eða samheitahylki frá G&G Ninestar. Við seljum ekki samheitahylki í alla prentara því að sumir prentarar virka ekki vel með samheitahylkjum.
Ef þú finnur samheitahylki frá G&G Ninestar í prentarann þinn hjá okkur þá máttu vera viss um að hylkið virkar vel í prentarann þinn.
Við byggjum á 10 ára reynslu í sölu á prenthylkjum. Við vitum hvað virkar og hvað virkar ekki. Frá upphafi höfum við haft það að leiðarljósi að vörurnar sem við seljum virki vel hjá viðskiptavinum okkar, þá koma þeir aftur og aftur - þannig er það nú bara.
Hlustaðu á prentarann þinn og sparaðu!
Að finna hylkin í prentarann þinn
Þegar þú leitar að hylkjum er best að opna prentarann og sjá hvað hylkin heita, hér er t.d. mynd af hylkjum í HP bleksprautuprentara:
Ef hylkin í prentarann þinn heita 932XL og 933XL þá setur þú t.d. 932XL í leitarstikuna hér efst til hægri, þar sem sendur Leita:
Ef þú ert með laserprentara þá heita hylkin t.d. CE283A eða 83A, CF283X eða 83X, þú getur iðulega notað annað hvort.
Ef þú finnur ekki hylkin þín sendu okkur þá póst á sala@skrifstofuvorur.is ásamt heitinu á hylkinu sem þú leitar að eða heitinu á prentaranum og við sendum nánari upplýsingar.