"Til á lager" hefur öðlast nýja merkingu

Við uppfærum lagerstöðu fjölda birgja hérlendis og í Evrópu daglega. Vörur sem eru staddar í vöruhúsum birgja eru auðþekkjanlegar í vefversluninni en þá kemur fram hvenær varan er send til viðskiptavina: 

Þessi texti er skrifaður laugardaginn 16. mars 2019. Hér að ofan má sjá að 1. stk. er til á lager og sent strax á mánudaginn, 38 stk. eru til á lager í Evrópu. Ef viðskiptavinur myndi panta fimm stk. þaðan þá kæmu þær vörur til landsins næsta miðvikudag og sendar samdægurs til hans. 

Smærri vörur eins og blek, tóner og ritföng pöntum við á mánudögum og fimmtudögum kl. 14:00. Þessar vörur eru fluttar með hraðsendingum til landsins. Stærri vörur flytjum við með sjóflutningum og geta þær pantanir verið 10 til 15 daga á leiðinni sem flestir þola til að gera betri kaup.