Skrifstofuvörur ehf. er stoltur umboðs- og dreifiaðili fyrir G&G á Íslandi síðan 2015. Yfir 16.000 viðskiptavinir hérlendis nota vörur frá G&G daglega. G&G prenthylkin eru fyllilega sambærileg við prenthylki frá upprunanlegum framleiðendum.

G&G framleiðir ekki bara samheitavörur heldur hefur fyrirtækið nú hafið framleiðslu og sölu á laser-prenturum sem Skrifstofuvörur mun bjóða viðskiptavinum sínum með haustinu.

Þú getur treyst á gæði G&G prenthylkjanna og sparað um leið.

Smelltu hér ef þú vilt skoða betur allt um G&G

Saga G&G

Árið 2000 kom fram nýtt vörumerki sem einfaldlega bar nafnið G&G sem eru upphafstafir aðalgilda Ninestar fyrirtækisins sem er "Góðar vörur" & "Góð þjónusta". Með tímanum hafa þessi grunngildi mótað langtíma þróun G&G við að bjóða hágæða vörur og þjónustu.

Keisaramörgæsin

G&G skipulagði starfsmannaferð árið 2003 á Suðurskautið sem nefndist "Að upplifa náttúruna". Keisaramörgæsin lifir á suðurskautinu en losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum ógnar tilvist þessara fallegu fugla.

Keisaramörgæsin á að minna okkur á að hlúa að umhverfinu og snúa við þeirri þróun átt hefur sér stað í loftlagsmálum á jörðinni.

Grunnþættir

  1. Gæði: allar vörur eru framleiddar hjá Ninestar sem er einn stærsti framleiðandi samheitavara í heiminum og í fararbroddi.
  2. Örugg einkaleyfi: þróunarteymi Ninestar er með yfir 500 tæknimenn og yfir 15 ára reynslu. Ninestar hannar samheitavörur frá grunni og á yfir 1000 einkaleyfi á ýmsum íhlutum til prenthylkjaframleiðslu.
  3. Þægindi: G&G er með þrjú vöruhús í Bandaríkjunum, eitt í Hollandi, Japan og Ítalíu. Í framtíðinni mun G&G samnýta vöruhús annara fyrirtækja í samstæðunni til að auka skilvirkni í vöruflutningum í Evrópu, Suður Ameríku og Suðaustur Asíu.
  4. Drefing: dreifing á G&G byggir á samvinnu við dreifiaðila. Skrifstofuvörur ehf. er t.d. dreifiaðili G&G á Íslandi.

Vottuð framleiðsla

STMC staðlinum er fylgt við þróun á öllum prenthylkjum sem tryggir að hylkin eru 100% sambærileg og hylki frá upprunanlegum framleiðendum. Öll hráefni til framleiðslunnar verða að standast RoHS og REACH.


 

 

Newsletter

A short sentence describing what someone will receive by subscribing