Er prentarinn ekki að skila sínu?

Prentarar eru eins og bílar, tölvur og önnur tæki sem við notum reglulega þeir þurfa reglulegt viðhald. Áður en þú kemur með prentarann til okkar eða hringir í okkur þá er best að greina aðeins vandamálið með nokkrum spurningum:

Bleksprautuprentarar:

 • Prentarinn er hættur að prenta alla liti eða rákir koma á blaðið
 • Prentarinn tengist ekki þráðlaust
  • Lausn 1: Skiptir þú um beini/router? Prentarinn þinn "þekkir" ekki nýja beininn. Stilla þarf prentarann upp á nýtt til að nota með nýja beninum. 
  • Lausn 2: Eyddu út prentaranum í tölvunni þinni og settu hann upp aftur.

   Laserprentarar

   Prentarinn er hættur að prenta alla liti eða rákir koma á blaðið

   • Tónerhylkið eða tromlan er biluð. Ef langt er síðan þú skiptir um tónerinn eða tromluna þá er hylkið sennilega tómt eða tromlan búin að þjóna út sinn tíma. Þú þarft að endurnýja hylklið og/eða tromluna.
   • Ef þú ert búin(n) að skipta um tóner/tromlu og enn koma rákir þá er eitthvað meira að gerast hjá þér. Kíktu með prentarann til okkar.
  • Prentarinn tengist ekki þráðlaust
   • Lausn 1: Skiptir þú um beini/router? Prentarinn þinn "þekkir" ekki nýja beininn. Stilla þarf prentarann upp á nýtt til að nota með nýja beninum. 
   • Lausn 2: Eyddu út prentaranum í tölvunni þinni og settu hann upp aftur. 

  EKKERT SKOÐUNARGJALD

  Skrifstofuvörur reka gott verkstæði og við gerum allt sem við getum til að viðhalda gömlum prenturum fyrir viðskiptavini okkar til að lækka prentkostnað þeirra. Ef prentarinn þinn er eitthvað bilaður kíktu þá með hann til okkar, það kostar ekkert að láta okkur greina vandamálið. 

  Ekki koma með hylkið, komdu með prentarann, þú myndir koma á bílnum ef við værum bílaverkstæði ;-).

  AÐSTOÐ Í FJARÞJÓNUSTU

  Fjarþjónusta virkar þannig að við aðtoðum þig þig með því að yfirtaka tölvuna þína. Gjald þessarar þjónustu er kr. 3.900 fyrir hverjar unnar 15. mínútur. Við notum hugbúnaðarþjónustu sem heitir TeamViewer þar sem 100% öryggis er gætt.

  Smelltu hér til að hlaða niður forritinu sem þarf að keyra upp til að við getum komist inn á tölvuna hjá þér.