Að nýskrá sig og klára fyrstu pöntun

Margir eru óvanir að kaupa vörur í vefverslunum, hér er stutt leiðbeining um hvernig þú þarft að bera þig að hér á þessari vefverslun.

 Smelltu á kallinn (lengst uppi til hægri) og svo Stofna reikning

 

 

Þá birtist skráningarformið sem þú fyllir út, mundu að skrá hjá þér lykilorðið sem þú velur og smelltu svo á Staðfesta hnappinn:

 

Þá birtist eftirfarandi:

 

 

og þú færð tölvupóst um staðfestingu á skráningunni:

 


 

Nú getur þú haldið áfram að skoða vörur og setja í körfu, þegar þú ert tilbúin að ljúka við pöntunina þína þá smellir þú á innkaupakörfuna og síða á Ljúka pöntun hnappinn.

 

Þar skráir þú inn heimilisfang ofl. og smellir svo á Halda áfram og velja afhendingu:

 

Þú velur þann afhendingarmáta sem hentar þér og smellir á Halda áfram og velja greiðslutegund hnappinn.

Þegar hér er komið þá velur þú þá greiðslutegund sem hentar þér og smellir á Staðfesta pöntun hnappinn og þá hefur þú lokið við pöntunina þína. Ef þú valdir að greiða með debet- eða kreditkorti þá birtist þessi skjár frá Valitor:

Þú skráir inn upplýsingar um kreditkortið þitt og smellir svo á Greiða hnappinn og þá hefur þú lokið við að greiða fyrir pöntunina. Í framhaldinu færðu staðfestingarpóst frá okkur.

Næst tökum við pöntunina þína saman og látum þig vita þegar hún er tilbúin til afhendingar hjá okkur eða hvenær við sendum hana til þín.

Newsletter

A short sentence describing what someone will receive by subscribing