Til hamingju með nýja prentarann

Við íslendingar erum nú ekki mikið fyrir að lesa leiðbeiningar fyrr en við erum lentir í einhverjum vandræðum með nýju græjurnar okkar. Prentarar eru flóknari fyrirbæri en flestir gera sér grein fyrir því er best að kíkja létt yfir þær leiðbeiningar sem fylgja prentaranum áður en hann er settur upp.

Hér er ýmis fróðleikur um hvernig setja á upp nýja prentarann. Best er auðvitað að þú fylgir leiðbeiningunum sem fylgdu prentaranum þínum.


Þegar búið er að rífa allt auka plast, frauðplast og lím (oftast appelsínugult) utan af prentaranum þá er best að setja CD diskinn sem fylgdi prentaranum í tölvuna og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar koma fram. Ef tölvan er ekki með CD drifi, prófaðu þá að tengja prentarann, nýjustu stýrikerfin eru oft tilbúin til að taka við nýjustu prenturunum.

Notaðu fyrst hylkin sem fylgdu með prentaranum þau eru svokölluð "startup" hylki og prentarinn gerir ráð fyrir að þau séu notuð fyrst.

Gangi þér vel og góða skemmtun :-).

Newsletter

A short sentence describing what someone will receive by subscribing