Leitarvélin á þesari netverslun er verulega öflug. Þú getur leitað eftir nafni, númeri og jafnvel strikamerki. 

Nr. 1 - Týpunúmerið á prentaranum þínum

Það er mjög auðvelt fyrir þig að finna prenthylkin í prentarann þinn. Eina sem þú þarft að vita týpunúmerið á prentaranum þínum. Týpunúmerið má iðulega sjá framan á prentaranum eða ofan á honum.

Hér eru nokkur dæmi miðað við framleiðendur: 

Canon TS6150, MG5750, IX6850, LBP6030, MF237W 
HP P1102, M121nf, Officejet 5740
Kyocera M5521cdn, M8124
Epson WF-7525, MX20DN

 

Ef þú finnur ekki týpunúmerið, taktu bara mynd af honum og sendu okkur á sala@skrifstofuvorur.is. 

Nr. 2 - Leitarvélin okkar

Gerum ráð fyrir að þú vitir hvað týpunúmer er á prentaranum þínum. Smelltu núna á stækkunarglerið hér efst til hægri - . Þá birtist leitarglugginn og þú setur inn týpunúmerið á prentarum þínum, hér t.d. MG5750: 

Þá birtast einfaldlega hylkin sem passa í prentarann þinn. Ef þú ert eitthvað efins um að þetta er rétt prófaðu að opna prentarann og skoðaðu hvað hylkin heita sem eru núna í prentaranum. 

Nr. 3 - hafðu samband!

Ef þú ert ekki viss með þetta, sendu okkur þá mynd af prentaranum þínum og við finnum hylkin og sendum þér hlekk með réttu hylkjunum. Eftir það getur þú alltaf farið í "Mínar pantanir" og skoðað hvað þú hefur verið að kaupa. 

Newsletter

A short sentence describing what someone will receive by subscribing